

Ef þú bókar beint á heimasíðu okkar getur þú afbókað með 24 tíma fyrirvara og án lágmarksdvalar !
Jaðar í Borgarfirði
- Opið: Allt árið
- Svæði: Vesturland
Gisting fyrir fjóra, í snotru, litlu steinhúsi, í fallegu umhverfi, miðsvæðis í Borgarfjarðarhéraði, á vestanverðu Íslandi. Ljósmengun er takmörkuð, þannig að norðurljósin njóta sín vel. Í boði eru vörur beint frá býli og má þar helst nefna gærur, lambakjöt og á sumrin er einnig í boði heimaræktað grænmeti. Fallegt útsýni er til fjalla. Húsið er byggt á heitri klöpp, þannig að það er ylur í gólfum. Margar fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu. Okkar fallega sumarhús er upplagt fyrir fríið allt árið um kring.
Þjónusta
Bústaður
Frítt netsamband
Eldunaraðstaða
Sjónvarp
Kreditkort
Leiksvæði fyrir börn
Í nágrenni
Veitingarhús og Tröllagarðurinn hjá Fossatúni 4 km
Sundlaug 11 km
Krauma og Deildartunguhver 14 km
Hvanneyri 16 km
Reykholt 18 km
Borgarnes 25 km
Hraunfossar 38 km
Surtshellir 56 km
Langjökull
Gistiaðstaða
Tvö tveggja manna svefnherbergi. Í öðru herberginu er hjónarúm og í hinu eru tvö einstaklingsrúm. Rúm eru upp á búin. Hægt er að fá barnarúm og barnastól án endurgjalds. Í baðherbergi er sturta. Gestir fá baðhandklæði. Í stofu er sjónvarp. Ókeypis þráðlaust netsamband. Rúmgóð verönd með garðhúsgögnum (á sumrin) og heitum potti þar sem er einstök upplifun að horfa á norðurljósin á heiðskírum vetrarkvöldum. Húsið hentar vel fyrir alla fjölskylduna.
Þjónusta
Gestir annast allar máltíðir sjálfir. Eldhúsið er vel búið öllum helstu áhöldum og tækjum. Næsti bær er Borgarnes þar sem hægt er að versla í matinn. Næsti veitingastaður er í Fossatúni (4 km), Krauma (14) og Hótel Reykholti (18 km), þar sem eru fjölbreyttir réttir af matseðli.
Hagstætt verð
Bókaðu tvær nætur og fáðu 7% afslátt! Verðið ræðst af því hversu margar nætur eru pantaðar og hversu margir gestir gista í húsinu. Gestir fá hámarks afslátt með að bóka fjórar, samliggjandi nætur, með tveimur gestum. Húsið, kyrrðin og allt það sem gesturinn getur notið á meðan á dvölinni stendur er hverrar krónu virði. Sitjandi í heita pottinum, í myrkrinu og norðurljósin dansandi á himnum eða á björtum sumarnóttum, er magnað.
Afþreying
Á Jaðri er stundaður búskapur með sauðfé og ylrækt í gróðurhúsum (tómatar, gúrkur og paprikur). Gestum er velkomið að skoða gróðurhúsin og kynnast því hvernig jarðhitinn er nýttur til ræktunar á hitakærum nytjaplöntum. Leiksvæði fyrir börn og húsdýr eru til sýnis. Í Langholti, sem er í eigu sömu bænda og er á næsta bæ, eru heitar laugar. Þar vex fremur sjaldgæf planta sem heitir Vatnsnafli (Hydrocotyle vulgaris). Á haustinn eru fallegir kornakrar í Langholti og möguleiki er að fá keypt þar veiðileyfi fyrir gæs. Jaðar er rólegur staður með miklu fuglalífi. Hægt er að koma endurnærður eftir gott frí í sveitinni.
Fyrsta klaustrið og mannskæðasta orrustan
Rétt hjá Jaðri er Bær, gamall kirkjustaður og klausturjörð. Þar var fyrsta biskupssetur á Íslandi í tvo áratugi, frá 1030 til 1049, og þar var stofnsett fyrsta klaustrið og starfræktur fyrsti skóli sem vitað er um á Íslandi. Brautryðjendastarf munkanna í Bæ markar að því leyti þáttaskil í sögu íslenskrar menningar að þar var innleitt latneskt letur í stað rúna. Á Bæ var háð mannskæðasta orrusta í Borgarfirði 28. apríl árið 1237. Þar tókust á um 1.000 manns og féllu meira en þrjátíu menn.
Gestgjafar: Eiríkur and Sigurbjörg
Skrifstofan
Jaðar
Jaðri, 311 Borgarnes
Hafðu samband
Sími: +354 435 1535
GSM: +354 898 9254
GSM: +354 895 6254
Netfang: info[at]jadarfarm.is
